Styrkumsókn
Gerð er krafa um að umsækjandi sjái fyrir endann á heildarfjármögnun verkefnisins eða þeim verkhluta, sem sótt er um styrk fyrir.
Við mat á umsóknum mun fyrst og fremst litið til rannsókna- og/eða fræðslu- og/eða kynningargildis verkefnis.
Við ákvörðun um styrkveitingu mun tekið tillit til þess hvort ætla má að áætlanir um kostnað, fjármögnun og framvindu verkefnis séu raunhæfar.
Atriði sem mikilvægt er að hafa í huga:
- Nauðsynlegt er að stilla lengd umsóknar í hóf. Umsókn um minni verkefni þarf ekki að vera eins viðamikil og umsókn fyrir stærri verkefni.
- Nauðsynlegt er að fylgja leiðbeiningunum um styrkumsókn.
- Ef mikilvægar upplýsingar vantar þá verður umsókninni hafnað, án þess að gefa umsækjendum kost á að senda inn leiðréttingar eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
- Það verður ekki gefinn kostur á því að verkefnisstjóri geti mætt fyrir stjórn eða fagráð til að útskýra verkefnið nánar.
- Umsóknin verður eingöngu metin á grundvelli þeirra gagna sem afhent eru.
Áður en umsókn er skilað þarf umsækjandi að kynna sér og samþykkja persónuverndarstefnu Vina Vatnajökuls sem má sjá hér.